Grunnskólar

Föstudaginn 03. desember 1999, kl. 16:37:09 (2293)

1999-12-03 16:37:09# 125. lþ. 35.13 fundur 81. mál: #A grunnskólar# (einsetning, samræmd lokapróf) frv. 104/1999, Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 125. lþ.

[16:37]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Hvað snertir aukið valfrelsi í 9. og 10. bekk grunnskólans, þá eru ákvæði um það í 32. gr. gildandi laga. Það er hins vegar rétt að halda því til haga að það tók nokkur ár að endurskoða aðalnámskrána, alveg fram til 1998 er gerð aðalnámskrár lauk. Það er því eðlilegt að hnykkt er enn frekar einmitt á þessu atriði en það var alltaf vitað að aukið valfrelsi ætti að vera í 9. og 10. bekk frá því að lögin voru sett 1995 og var tekið inn í kostnaðarútreikninga þegar yfirfærslan átti sér stað.