Yfirlýsingar bankastjóra Landsbankans um sameiningu banka

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 14:19:39 (2311)

1999-12-06 14:19:39# 125. lþ. 36.1 fundur 181#B yfirlýsingar bankastjóra Landsbankans um sameiningu banka# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[14:19]

Fyrirspyrjandi (Steingrímur J. Sigfússon):

Herra forseti. Hvaða svar er þetta? Að koma aftur og aftur í ræðustólinn og segja: Það liggur fyrir að það hafa engar ákvarðanir verið teknar. Það er efnislegt og mikið svar og segja svo: Það getur svo margt gerst á árinu 2000. Það eru heilir 365 dagar í árinu. Það upplýsir þá að það er væntanlega ekki hlaupár.

Að öðru leyti eru menn engu nær. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að Alþingi afgreiði aftur og aftur blankó heimildir til að selja verðmæt fyrirtæki landsmanna, ríkisfyrirtæki eða bjóða út hlutafé o.s.frv. þegar stjórnvöld möndla með þau að eigin geðþótta og gefa aldrei nein svör hér á Alþingi, á löggjafarsamkomunni, um hvað til stendur. Það er ástæða til að hafa fyrirvara á þegar í hlut eiga menn sem láta sér detta það í hug einn góðan veðurdag að selja ráðandi eignarhlut t.d. í stærsta banka landsins til útlanda, eins og hæstv. ráðherra fékk flugu um í fyrrasumar að selja Enskilda bankanum stóran hlut o.s.frv.

Herra forseti. Það er óhjákvæmilegt að skýrari svör fáist í þessum efnum áður en hæstv. ríkisstjórn fær frekari heimildir í hendur.