Hætta á olíumengun í grunnvatni við Reykjanesbraut

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 14:33:40 (2321)

1999-12-06 14:33:40# 125. lþ. 36.1 fundur 183#B hætta á olíumengun í grunnvatni við Reykjanesbraut# (óundirbúin fsp.), umhvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[14:33]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Það er rétt að ég hef engin sérstök svör við því hver yrði ábyrgur. Ég býst við því að það gætu verið ýmsir aðilar. En það væri vel við hæfi að kanna það sérstaklega og þá er rétt að kanna það hjá olíuflutningsfyrirtækjunum, hugsanlega hjá tryggingafélögunum. Ég held að það sé ekki mjög erfitt að fá þessar upplýsingar en ég hef þær ekki á takteinum hér. Ég býst við því að það mundi verða nokkurt innlegg í umræðuna um ábyrgðina ef slys mundi bera að.