Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 16:45:14 (2359)

1999-12-06 16:45:14# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[16:45]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef kannski ekki orðað þetta nægilega skýrt, en í þessari ágætu skýrslu, og ég tek fram að mér þykir hún merkileg á marga vegu, eru m.a. mjög skýrar tillögur varðandi breytingar á landbúnaðarmálum, sauðfjárrækt og fiskveiðimálum. Með tilliti til þess að stjórnarmenn eru undirsátar iðnrh., eins og skýrt kemur fram í frv., væri þá eðlilegt í nýju skipulagi að stjórnin hefði svona miklar skoðanir á því hvaða úrbætur þurfi að gera á einstökum lögum og einstökum málaflokkum sem heyra undir önnur atvinnuvegaráðuneyti?