Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 17:06:09 (2364)

1999-12-06 17:06:09# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[17:06]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér var farið vítt og breitt eins og vera ber í þessari umræðu. Hv. þm. sagði að Byggðastofnun væri úrelt fyrirbrigði og gamalt far og helst mátti skilja á máli hans að það áróðursstríð sem landsbyggðin væri nú að tapa væri allt fyrir tilstilli Byggðastofnunar og hennar vondu verka.

Í hinu orðinu talaði hann um hve þróunarsvið Byggðastofnunar hefði unnið vel og lyft grettistaki. Þar er ég hjartanlega sammála honum. Eftir endurskipulagningu þá sem átti sér stað fyrir fáum árum síðan á Byggðastofnun var auðvitað breytt um kúrs og farið að vinna eftir öðrum leiðum. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að þetta vinnulag eigi að reyna betur. Ég hef þá trú að þar sé unnið gott starf.

Á máli hv. þm. mátti skilja að helst ætti að færa alla lánastarfsemi landsins inn í einkavæddar bankastofnanir sem nú eru helst í tísku. Ég tel auðvitað að það sé vel en er það rétt skilið að að áliti hv. þm. eigi að flytja allar lánveitingar, hverju nafni sem þær nefnast, til einkageirans?