Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 18:31:42 (2383)

1999-12-06 18:31:42# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[18:31]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ja, það var nú aldeilis ekki til ónýtis að hv. þm. Framsfl. rauf loks þögn flokksins um þetta mál því hann sýndi þá einstöku hógværð að fullvissa okkur alþingismenn um að flokkurinn ætlaði ekki að taka Byggðastofnun með sér út úr ráðuneytinu þegar hann hætti og róar það að sjálfsögðu mjög alla þá sem á þá merkilegu yfirlýsingu hlýddu að hann ætlaði ekki að ganga svo langt.

Hins vegar vantar mig þá bara eina skýringu og ég spyr eftir henni: Hvaða rök eru fyrir því að flytja þessa stofnun frá forsrn. til iðnrn. fyrst Framsfl. ætlar ekki að taka stofnunina með sér þegar hann fer úr ráðuneytinu?