Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 18:35:03 (2386)

1999-12-06 18:35:03# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[18:35]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Í rauninni þarf ekki að svara þessum athugasemdum hv. þm. Sighvats Björgvinssonar. Þær dæma sig sjálfar. Þær lýsa sér sjálfar og dæma sig sjálfar. Ég vil þó ítreka að ég reyndi að færa rök fyrir því hvaða kosti ég sæi við að Byggðastofnun færi undir iðnrh. og tengja það atvinnuuppbyggingu. Ég get hins vegar ekkert að því gert þó hv. þm. eigi í erfiðleikum með að skilja mig. Hugsanlega tala ég óskýrt. Hugsanlega hlustar hv. þm. ekki þegar aðrir flytja ræður. En það er hins vegar ekki góður siður að ætlast til þess að maður endurtaki hluti.