Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 18:36:48 (2388)

1999-12-06 18:36:48# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[18:36]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég gat þess í ræðu minni að mannfrekasta atvinnugrein á Íslandi í dag er þjónusta ýmiss konar.

Ég gerði líka að umtalsefni upplýsingahraðbrautina og nefndi í því samhengi fjarskiptalögin og þau sóknarfæri sem þau fela í sér. Það flokkast ekki undir iðnað.

Hins vegar er iðnaður afskaplega mikilvægur, hv. þm., iðnaður eins og aðrar greinar. Rétt er að benda á það sem ég vék að í ræðu minni, m.a. þau störf sem unnin eru á vegum Iðntæknistofnunar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Ég nefni t.d. átak í atvinnusköpun kvenna og er þar langur listi sem Iðntæknistofnun hefur verið að vinna að og til þess vísaði ég.

Hitt er svo annað mál að án samvinnu verða aldrei framfarir í byggðamálum né öðrum málum. Þó að þetta sé vistað í atvinnuráðuneytinu iðnrn. þá segir sig sjálft að önnur ráðuneyti hljóta að koma óbeint að málinu.