Ósk um viðræður við fulltrúa Norsk Hydro

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 13:51:22 (2415)

1999-12-07 13:51:22# 125. lþ. 37.91 fundur 192#B ósk um viðræður við fulltrúa Norsk Hydro# (aths. um störf þingsins), KPál
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[13:51]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég vil upplýsa að í umhvn. var það rætt hvort reyna ætti að fá fulltrúa Norsk Hydro til fundar við nefndina og engin afstaða tekin til þess máls. (KolH: Því var hafnað vegna tímapressu.) Það var ekki tekin nein formleg afstaða til þess máls. (KolH: Nú?) Að sjálfsögðu voru skiptar skoðanir um (KolH: Þetta er rangt ...) hvort það væri yfirleitt tími til þess eða ástæða til þess. Það var engin formleg afstaða tekin til þess þótt málið hefði komið inn í nefndina.

Ég vil svo einnig upplýsa hv. þm. Árna Steinar um það að í umhvn. sitja 9 fulltrúar. Frá þeirri nefnd hafa komið þrjú álit. Þar af er eitt álit með fjórum fulltrúum, eitt með tveimur fulltrúum og þrír eru á áliti sem hefur enga skoðun. Út af fyrir sig er ekki nein spurning um hvaða álit af þessum þremur er meirihlutaálit, ef á það er litið sem meirihlutaálit. Það er að sjálfsögðu álit þeirra fjögurra sem sendu inn fullgilt álit til hv. iðnn. Álit sem segja ditto eru álit án skoðunar.