Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 15:37:32 (2435)

1999-12-07 15:37:32# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[15:37]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í rauninni ekki miklu að bæta við það svar sem ég fór með áðan í framhaldi af ræðu hv. þm. Ég gerði grein fyrir því hvernig fjárln. eða meiri hluti hennar hygðist vinna að þessu máli.

Inntakið í seinni ræðu hv. þm. var að e.t.v. þyrfti að reka forstöðumenn stofnana. Ég ætla ekki að hafa nein orð um það á þessu stigi því að þessi vinna mun halda áfram og ég hef engu við það að bæta sem ég sagði áðan að skýra þyrfti ábyrgð forstöðumanna stofnana. Það tók ég fram í framsöguræðu minni. Ég ætla engar líkur að leiða að því hvort einhverjir forstöðumenn verði látnir hætta störfum eða ekki eða verði settir á laun ræstingakvenna. Við höfum einsett okkur að ná betri viðmiðum í fjárlagatillögum okkar þannig að ljóst sé að það sé ætlast til þess að stofnanir haldi sig innan þeirra og staðið verði hart á því.