Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 16:20:30 (2439)

1999-12-07 16:20:30# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[16:20]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var efnismikil ræða hjá hv. þm. Ég ætla bara að spyrja hann einnar spurningar vegna þess að hann var að tala um forstöðumenn og framkvæmdastjóra sjúkrahúsanna og að sérstaklega sé verið að verðlauna þá, og hann kallaði þá skussa. Telur hv. þm. að forstjóri stóru sjúkrahúsanna á Reykjavíkursvæðinu sé skussi?