Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 16:22:55 (2441)

1999-12-07 16:22:55# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[16:22]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir að draga til baka þau stóru orð sem hann hafði uppi áðan. En mig langar aðeins að koma inn á annan hlut og spyrja hv. þm. að öðru. Hann talaði mikið um geðklofa áðan. Ég ætla að vita hvort hv. þm. muni ekkert eftir því sem hann sjálfur sagði í þingsalnum. Sagði hann ekki að hækka þyrfti laun hjúkrunarfræðinga? Sagði hann ekki að hækka þyrfti laun lækna? Sagði hann ekki að við værum í bullandi samkeppni við útlönd og við værum að missa þessa aðila burt úr landinu? Er hann búinn að gleyma því? Ég spyr: Hver er geðklofi í þessu máli?