Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 18:10:03 (2462)

1999-12-07 18:10:03# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[18:10]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í rauninni ekki miklu við þetta að bæta. Einu atriði vil ég þó bæta við. Það er áríðandi þegar fjallað er um verkaskiptingu sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana að til séu úrræði sem henta hjúkrunarþyngdinni, t.d. að fólk liggi ekki á dýrari stofnunum en þörf er á og síðan öfugt. Þetta þarf að skilgreina betur en við höfum gert til þessa. Ég vildi undirstrika það í þessu seinna andsvari mínu.