Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 18:33:30 (2464)

1999-12-07 18:33:30# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[18:33]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins taka fram að í fjárlagafrv. er ekki verið að breyta bótafjárhæðum né prósentum heldur er um afstemmingar að ræða miðað við nýja útgjaldaáætlun Tryggingastofnunar sem byggist á því að lengra er liðið á árið og betri upplýsingar til um útgjöld. Ef þessar fjárhæðir veita svigrúm til að auka við í tryggingakerfinu yrði það að gerast með sérstakri ákvörðun og þau mál eru ætíð til skoðunar. Fjáraukalagafrv. sjálft felur í sér ákvarðanir sem voru teknar fyrr á árinu. Ég vildi að það kæmi fram við umræðuna að ekki er verið að lækka fjárhæðir sem snúa að einstaklingum heldur er verið að endurskoða heildaráætlunina um útgjöld ársins á grundvelli upplýsinga sem liggja nú fyrir en lágu ekki fyrir fyrr á árinu.