Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 23:58:43 (2505)

1999-12-07 23:58:43# 125. lþ. 37.5 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[23:58]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Tollgæsla hefur aðgang að öllum upplýsingum, a.m.k. til jafns við það sem verið hefur. Hv. þm. varar við hóphyggju, ég vara hann einnig við hóphyggju og ég vil líka --- (Gripið fram í: Hróphyggju.) já, jafnvel hróphyggju því ég skil ekki alltaf hrópin í hv. þm. hér í stólnum. En ég varð ekki var við að röksemdir Evrópuríkjanna eða þeirra hugsjóna og skoðana sem eru á bak við Schengen-samstarfið hryndu við þetta andsvar hv. þm. Ég vil svo líka benda honum á það að lögreglustjórinn í Reykjavík, svo ágætur sem hann er, stýrir ekki miklu landamæraeftirliti.