DLH fyrir GE

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 13:30:59 (2523)

1999-12-08 13:30:59# 125. lþ. 38.93 fundur 198#B DLH fyrir GE#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 125. lþ.

[13:30]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem Gísli S. Einarsson, 5. þm. Vesturl., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að óska þess að 1. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Vesturl., Dóra Líndal Hjartardóttir tónmenntakennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Jóhann Ársælsson,

varformaður þingflokks Samfylkingarinnar.``

Kjörbréf Dóru Líndal Hjartardóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.