Brunavarnir og brunamál

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 18:45:34 (2595)

1999-12-08 18:45:34# 125. lþ. 40.1 fundur 244. mál: #A brunavarnir og brunamál# (brunavarnagjald) frv. 127/1999, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 125. lþ.

[18:45]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Brunamálastofnun gerir úttektir af þessu tagi og síðan bera slökkviliðsstjórar á hverjum stað boðin áfram og fylgast með því að farið sé í úrbætur. Ef það er ekki gert hefur Brunamálastofnun ákveðin úrræði samkvæmt lögum til að grípa inn í og ýta á eftir aðgerðum þannig að það kemur ekki til kasta umhvrh. nema mál fari verulega úrskeiðis. Samkvæmt lögum fer ákveðið ferli í gang. Ef menn standa sig ekki gagnvart úrbótum þá eru það slökkviliðsstjórarnir á hverjum stað, í næstversta falli Brunamálastofnun og í versta falli þá ráðuneytið, sem þarf að taka á málunum.

Eins og ég sagði í ræðu minni áðan var skýrsla Brunamálastofnunar ekki mjög upplífgandi. En unnið er að verulegum úrbótum í þeim sveitarfélögum sem við náðum að kynna okkur ástandið hjá núna í gær.