Kjarasamningar opinberra starfsmanna

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 19:59:45 (2604)

1999-12-08 19:59:45# 125. lþ. 40.2 fundur 225. mál: #A kjarasamningar opinberra starfsmanna# (fjöldauppsagnir) frv. 67/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 125. lþ.

[19:59]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ef annar aðili að kjarasamningi kemst upp með að standa ekki við undirskrift sína og standa ekki við kjarasamninginn þá er það vegna þess að kjarasamningurinn er illa gerður af hinum aðilanum. Hann hefur þá ekki sett ákvæði í kjarasamninginn sem hélt absalútt. Það eiga menn að taka upp í viðræðum og það er til ákvæði um það. Ef samningar eru brotnir þá geta menn að sjálfsögðu kært það o.s.frv.

En það er ekki rétt að hópuppsagnir séu vegna þess að ekki er staðið við kjarasamninga. Hópuppsagnir eru aðallega vegna þess að opinberir starfsmenn eru að bera sig saman við fólk á almennum vinnumarkaði. Þeir bera sig saman við laun annars staðar í þjóðfélaginu sem hafa hækkað umtalsvert vegna aukinnar eftirspurnar og gleyma þá gjarnan lífeyrisréttindum og öðrum réttindum sem opinberir starfsmenn hafa og ég hugsa að megi meta til svona 8--15% af launum.

Varðandi það að þetta frv. sé ekki þáttur í heiðursmannasamkomulagi þá vissi ég ekki til þess að hv. Alþingi sem löggjafarsamkunda stæði í kjarasamningum.