Kjarasamningar opinberra starfsmanna

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 20:09:49 (2607)

1999-12-08 20:09:49# 125. lþ. 40.2 fundur 225. mál: #A kjarasamningar opinberra starfsmanna# (fjöldauppsagnir) frv. 67/2000, ÖJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 125. lþ.

[20:09]

Ögmundur Jónasson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég innti hæstv. forseta þingsins eftir því áðan hvenær gert yrði matarhlé á fundi til þess að menn gætu nærst. Hér hefur staðið þingfundur í allan dag. Í morgun voru nefndafundir og ekki gert neitt matarhlé á fundum. Ég leyfi mér að óska eftir því að svo verði gert núna. Þegar ég innti forseta þingsins eftir því hvenær gert yrði hlé, fyrir tæpum hálftíma síðan, þá var mér sagt að gert yrði hlé á fundinum eftir u.þ.b. hálfa klukkustund. Ég tók það gilt, annars hefði ég gert við þetta athugasemd á þeirri stundu. Ég óska eftir svörum um hvenær gert verði hlé á fundinum. Búið er að boða til funda í nefndum þingsins klukkan hálf níu og sýnt að þá verður ekki fram haldið þingfundi hér. Ég óska eftir því að gert verði hlé á fundinum núna fyrir matarhlé.