Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 09. desember 1999, kl. 22:32:47 (2658)

1999-12-09 22:32:47# 125. lþ. 41.1 fundur 235. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 125. lþ.

[22:32]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég mótmæli harðlega vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Ég vek athygli á því að hún hefur svikið fyrri fyrirheit um að selja ekki hlut ríkisins í ríkisbönkunum fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2001. Ég harma að ríkisstjórnin skuli bregðast því hlutverki sínu að móta ábyrga stefnu á fjármálamarkaði á opinn og lýðræðislegan hátt. Ríkisstjórnin hefur stungið höfðinu í sandinn en lætur fjármagnseigendur ráða för. Ég hlusta á markaðsöflin, segir hæstv. viðskrh. Hann lætur sér ekki nægja að hlusta, hann framkvæmir líka eins og þau bjóða.

Við leggjum til að þessu frv. verði vísað frá. Ég segi já.