Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 11:18:29 (2669)

1999-12-10 11:18:29# 125. lþ. 42.1 fundur 235. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[11:18]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skildi hæstv. ráðherra þannig að hann segði sem svo að það væri rangt að slíkir baksamningar væru til. Hann sagði einnig að því hefði verið neitað að þessar umræður væru í gangi. Hann sagði hins vegar að ekki væri útilokað að þær væru samt sem áður í gangi þrátt fyrir að því hafi verið neitað.

Virðulegi forseti. Ég held að hver og einn þingmaður sem hér er inni verði einfaldlega að lesa í þessi orð en þau eru ekki mjög skýr og það er ekki mjög skýrt hvað hæstv. viðskrh. á við. Hann á möguleika að koma hér upp í öðru andsvari og ég vænti þess að hann skýri það betur í síðara andsvari sínu.