Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 11:40:39 (2675)

1999-12-10 11:40:39# 125. lþ. 42.1 fundur 235. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, Frsm. 1. minni hluta JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[11:40]

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra verður að skilja að það er eðlileg ósk frá þinginu að málið komi hér til umfjöllunar og ákvörðunar í Alþingi áður en gengið verður frá því. Ég treysti því að ef þingið er að störfum þá verði svo um hnútana búið að slíkt verði gert.

En hæstv. ráðherra nefndi ekki skýrsluna. Ég spurði hæstv. ráðherra hvort hún yrði örugglega lögð fyrir þingið þó að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um sameiningu, þannig að þinginu gæfist kostur á að fjalla um þá hagkvæmnisathugun sem fælist í slíkri skýrslu eða a.m.k. efh.- og viðskn. Ég treysti því að hæstv. ráðherra geri það.