Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 11:47:44 (2680)

1999-12-10 11:47:44# 125. lþ. 42.1 fundur 235. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[11:47]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Það frv. sem hér er verið að samþykkja um sölu á 15% af hlutfé Landsbanka og Búnaðarbanka er afgreitt í skugga þeirrar umræðu að fyrirhugaður sé samruni Íslandsbanka og Landsbanka á næstunni. Ég hef þá bjargföstu skoðun að hér eigi áfram að vera einn öflugur banki að meiri hluta í eigu ríkisins, Landsbankinn, og greiði því ekki atkvæði með þessari hlutafjársölu sem mun greiða fyrir þessum samruna og sem mun gera hlut ríkisins í Landsbanka rýrari við slíkan samruna.