Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 16:03:28 (2704)

1999-12-10 16:03:28# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[16:03]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir mjög jákvæð viðbrögð. Það er í ekki á hverjum degi sem hv. þm. er jafnjákvæður og hann var í ræðu sinni hér. Undanfarin missiri hefur þingmaðurinn verið býsna neikvæður í þeim málum sem við höfum verið að ræða, t.d. stjórnarflokkarnir. Þetta gleður því mitt gamla hjarta. Auðvitað þarf fræðsla sem þessi að vera mjög hlutlaus. Í henni þyrfti að gera unga fólkinu grein fyrir því á hvern hátt peningar verða til, hvað gera þarf til að vinna fyrir viðkomandi verðmætum o.s.frv., hvernig fólk getur ávaxtað peninga og þar fram eftir götum. Ég er viss um að við hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon getum unnið þetta sameiginlega og fundið á málinu lausn sem báðum mundi hugnast.