Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 20:24:10 (2743)

1999-12-10 20:24:10# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[20:24]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hlýddi á alla ræðu hv. þm. og hann kom víða við. Honum var fátt mannlegt óviðkomandi í ræðu sinni, hann tók landið og miðin, jökla og strendur og kom við í Evrópusambandinu svona í leiðinni.

Virðulegi forseti. Fulltrúar Sjálfstfl. í þessari umræðu hafa verið á stöðugum flótta frá þeirri staðreynd að framkvæmd fjárlaga á árinu sem er að líða hefur algerlega farið úr böndunum. Það vita allir. Fjáraukalögin bera þess merki að að fjárstjórnin hefur algerlega farið úr böndunum.

Ég ætla að spyrja hv. þm. vegna þess að hann sagði hér áðan, að það væri mjög alvarlegt lögbrot þegar forstöðumenn ríkisstofnana færu fram úr í fjárlögum: Hver er ábyrgð ráðuneyta? Hver er ábyrgð þeirra sem hafa eftirlit með þeim sem fara fram úr fjárlögum? Ég vil fá hv. þm. til að útskýra ábyrgð ráðuneytanna í þessu máli.