Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 20:35:29 (2753)

1999-12-10 20:35:29# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[20:35]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki rétt að samið hafi verið samið um 10--12%, sem mér heyrðist hv. þm. nefna. Hið rétta er að samningar við háskólamenn áttu á samningstímabilinu að kosta 22,5%. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að launakostnaður hjúkrunarfræðinga á þessu tímabili hafi aukist um 37,5%. Það sem á vantar voru samningar sem ég undirritaði, hvert einasta prósent.

Annað varðandi starfsemi og rekstur heilbrigðisstofnana. Ég fullyrði að mikils aðhalds er gætt í rekstri þessara stofnana. Mikill tími stjórnenda fer í að gera tillögur til þess að finna leiðir til að halda rekstrinum í réttu horfi. Aðstæður eru mjög erfiðar og skortur á starfsfólki sem þýðir mikla yfirvinnu.