Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 20:56:58 (2759)

1999-12-10 20:56:58# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[20:56]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það virðist hafa verið enn ófriðlegra í þingsalnum en ég hélt. Ég er hef margsagt að ég er sammála margnefndu minnihlutaáliti um að fara eigi varlega í ríkisútgjöldum og reyna að halda þeim sparnaði og þeim tekjuafgangi sem áætlaður var við 1. umr. fjárlaga sem var 15 milljarðar en hefur nú saxast mjög á. Ég var einmitt að vorkenna hv. stjórnarþingmönnum í fjárln. að þurfa að horfast í augu við hina ströngu lærifeður sína úr Seðlabankanum og fá að heyra hversu mjög hefði hallast á ógæfuhliðina við 2. umr. fjárlaga. En ég veit að sönnu að 3. umr. fjárlaga er eftir. Ég er nefnilega ekki í fyrsta sinn í fjárln. Þá er venjulega hægt að teygja svolítið á þjóðhagsspánni og breyta þessu hér og þar þannig að þegar upp verður staðið komi hagstæðar niðurstöður út úr þessu. Ég reikna með að svo verði líka núna.