Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 12:17:01 (2831)

1999-12-13 12:17:01# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[12:17]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Efling framhaldsnáms og fjarnáms á landsbyggðinni. Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs vekur athygli á þeirri miklu mismunun sem á sér stað í aðgengi að framhaldsmenntun eftir búsetu hér á landi. Hér þarf að leita allra leiða til að efla og styrkja námsframboð heima í héruðunum til sjávar og sveita þannig að ungt fólk geti sem lengst búið heima hjá sér og sótt þar nám. Þetta er frumréttur fjölskyldulífs í dag. Það er ótæk sú skipan í menntamálum að sveitarfélög og byggðir með hundruð íbúa ungs fólks 16 ára og til tvítugs geti ekki boðið upp á neina framhaldsmenntun.

Þessi tillaga gengur út á að efla og styrkja framhaldsnám á þeim stöðum þar sem framhaldsskólar eru ekki nú þegar fyrir hendi. Þetta er, herra forseti, eitt brýnasta byggðamálið í dag. Ég segi já.