Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 12:25:04 (2833)

1999-12-13 12:25:04# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[12:25]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Í tölulið 22, Listir, framlög, er lagt til að hækkað verði framlagið til Bandalags ísl. leikfélaga um 2,5 millj. Þetta er sannarlega af hinu góða en ég vil vekja athygli á því að hér er verið að tala um hækkun til skrifstofu bandalagsins sem er hjartað sem dælir vítamíninu til félaganna út um allt land. Félögin í bandalaginu eru 70--80 talsins. Félögin sjálf eiga skilið að fá hækkun því að þau reka starfið úti í bæjarfélögunum. Það eru þau sem eru að leggja sitt af mörkum til menningarstarfsemi hinna dreifðu byggða. Þau hafa ekki fengið nægar hækkanir síðustu ár þannig að þó að þetta sé spor í rétta átt vek ég athygli á því að enn á eftir að gera betur og hækka framlag til félaganna sjálfra. Ég segi já.