Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 12:31:00 (2835)

1999-12-13 12:31:00# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[12:31]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Hér er lögð til lítils háttar hækkun til fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Það er ljóst að ef við viljum gera okkur meira gildandi hjá þeirri mikilvægu stofnun, þá þurfum við að koma betur að öllu undirbúningsstarfi, ekki eingöngu að vera með í afgreiðslu. Það er mjög þýðingarmikið fyrir okkur, sérstaklega í svo stórum málum eins og nú er verið að vinna, í hafréttarmálum, að geta lagt drjúga hönd á plóginn. Eftir þá reynslu sem við fulltrúar þingsins höfum upplifað við að kynnast starfsemi Sameinuðu þjóðanna, þá er ljóst að það er undirmannað miðað við vilja okkar um þátttöku í þessu starfi á því tímabili sem fastanefndin starfar.