Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 12:38:49 (2837)

1999-12-13 12:38:49# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[12:38]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Það sem hér er lagt til er að efla ýmis almenn löggæslumál og síðan verði fjárframlagið til Schengen-samstarfsins skorið niður. Þetta svokallaða Schengen-samstarf felur í sér að landamæravarsla Íslendinga verður sameiginleg nokkrum öðrum Evrópuríkjum. Við komu til þeirra landa þurfum við ekki að ganga inn í landið um sama hlið og Ameríkubúar, Asíubúar og Afríkubúar og hér á Íslandi munum við draga fólkið í dilka við komuna til landsins. Íbúar nokkurra Evrópuríkja ganga inn um eitt hlið, Asíu-, Afríku- og Ameríkubúar inn um annað. Meira að segja frændur okkar í Kanada, sem við viljum fá í heimsókn í stórum stíl, verða litnir tortryggnari augum en Evrópubúar. Auk þess höfum við þungar áhyggjur af auknu fíkniefnastreymi til landsins. Schengen-samstarfið og fjármagn til þess skaðar hagsmuni Íslendinga.