Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 13:07:50 (2845)

1999-12-13 13:07:50# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[13:07]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Þó að hér sé lögð til nokkur hækkun vegna hafnarmannvirkja, þá er samt verið að staðfesta þann niðurskurð sem er almennt á hafnarmannvirkjum og hafnarbótum í landinu. Þessar framkvæmdir bitna sérstaklega á höfnum úti á landi þar sem ekki er þensla, þar sem miklu frekar er nauðsyn að bæta úr. Þess vegna finnst okkur þetta afar röng stefna. Hins vegar höfum við ekki sérstakar athugasemdir við skiptingu og annað á því fé sem fyrir hendi er.