Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 13:14:04 (2846)

1999-12-13 13:14:04# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[13:14]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég tel eðlilegt að fá nokkra skýringu á þessari tillögu. Hvernig getur Hestamiðstöð Íslands fallið undir liðinn Iðja og iðnaður, nema menn eigi hér annaðhvort við söðlasmíð eða pylsugerð? Hver er skýringin á þessari tillögu, virðulegi forseti?

(Forseti (HBl): Það mun koma fram í atkvæðagreiðslunni, hv. þm., hvort þingheimur skilur tillöguna eða ekki.)