Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 13:26:12 (2852)

1999-12-13 13:26:12# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[13:26]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Það er gerð tillaga um að skerða tekjustofna Brunamálastofnunar Íslands. Allt umfram 87 millj. renni til ríkissjóðs. Brunamálastofnun Íslands vantar þessa fjármuni eins og kannski margar aðrar ríkisstofnanir en það standa fyrir dyrum breytingar varðandi ábyrgð slökkviliðsstjóra út um allt land um að þeir beri ábyrgð á förgun og meðferð eiturefna. Brunamálaskóli Íslands er rekinn af Brunamálastofnun og starfsemi hans er að aukast. Því leggjum við til að þessu skerðingarákvæði verði sleppt, fellt niður. Ég segi já.