Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 13:33:29 (2854)

1999-12-13 13:33:29# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[13:33]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Samfylkingin hefur setið hjá í þessari atkvæðagreiðslu um þenslufjárlög ríkisstjórnarinnar. Herra forseti. Þau eru glannaleg. Það dylst engum að með þessum fjárlögum er verið að varpa olíu á eld í efnahagslífinu. Hér er eytt út og suður en það alvarlega í málinu er að á meðan er endurskoðun á grundvallarþáttum látin bíða.

Tillögur Samfylkingarinnar byggja á grundvallarafstöðu. Þær munu koma til atkvæða við 3. umr. fjárlaganna. Samfylkingin mun þá taka afstöðu til tillagna sem liggja fyrir, enda mun þá liggja fyrir tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar. Við styðjum að sjálfsögðu að vísa málinu til 3. umr.