Lokaafgreiðsla fjárlaga og fjáraukalaga

Þriðjudaginn 14. desember 1999, kl. 13:34:53 (2858)

1999-12-14 13:34:53# 125. lþ. 45.91 fundur 215#B lokaafgreiðsla fjárlaga og fjáraukalaga# (aths. um störf þingsins), JónK
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 125. lþ.

[13:34]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Vinna við fjárlagagerð hefur farið fram með hefðbundnum hætti nema að því leyti að áætlað er að 3. umr. fjárlaga verði nú eins og þingsköp segja til um, 15. desember. Það yrði þá í fyrsta skipti sem það gengi eftir. Við höfum stefnt að því í vinnu okkar. Það er ekki nýtt að tekjuhlið fjárlaga hafi verið tekin síðust í fjárlagavinnunni. Tekjuhlið fjárlaga og þær áætlanir sem hún byggist á taka m.a. mið af fjárlögum við 2. umr. Fjárlög við 2. umr. eru, eins og kom fram hjá forstjóra Þjóðhagsstofnunar í morgun, einn af grunnþáttum í þjóðhagsspá sem liggur til grundvallar tekjuhliðinni. Það er því ekkert nýtt við þessi vinnubrögð. Þau hafa verið viðhöfð um árabil, átölulaust oftast nær.

Það er ljóst að tíminn milli 2. og 3. umr. nú er mjög skammur vegna þess að menn settu sér það markmið að standa við þingsköpin hvað þetta snertir. Einnig voru atkvæðagreiðslur á mánudag í þinginu sem gott samkomulag var um. Ég gekkst inn á það þannig að þetta er ljóst. Hins vegar vatnar umsögn efh.- og viðskn. um tekjuhliðina enn þá. Formaður nefndarinnar hefur sagt mér að hann hafi frestað fundi í nefndinni. Ég vil því leggja til við forseta að hér yrði gert klukkutíma hlé þannig að við gætum haldið fyrirhugaðan fund okkar í fjárln. og efh.- og viðskn. geti gengið frá umsögn sinni um tekjuhliðina.