Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 14. desember 1999, kl. 18:32:45 (2888)

1999-12-14 18:32:45# 125. lþ. 45.1 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 125. lþ.

[18:32]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Vegna spurninga sem til mín var beint, þá er þetta söluþóknun sem gengur til bankanna tveggja sem standa fyrir sölunni. Töluvert var rætt um þetta og tekist á um upphæðina sem bönkunum þótti í lægra lagi. Ég held að þetta sé ásættanleg tala eins og hv. þm. nefndi.

Mér hefur þótt dálítið óþægilegt, vegna þess að einkavæðingin fellur undir forsrn., að kostnaður við einkavæðingu af þessu tagi skuli ekki dreginn frá tekjunum en þannig er vegna fjárreiðulaganna sem nú eru í gildi. Því er þetta bara fært sem nettósala og kemur sem sérstök fjárveiting forsrn. Ég hefði talið eðlilegast að kostnaður við að selja þessar vörur yrði bara dreginn frá tekjunum en þannig virka ekki lögin. Þess vegna kemur þessi tala svona fyrir.