Lokaumræða fjárlaga

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 10:34:33 (2909)

1999-12-15 10:34:33# 125. lþ. 46.91 fundur 219#B lokaumræða fjárlaga# (aths. um störf þingsins), PHB
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[10:34]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég sé að á 2. lið á dagskrá í dag eru fjárlög fyrir árið 2000. Ég vil benda á að þetta er í fyrsta skipti síðan lög um þingsköp voru sett að þessi tímasetning fjárlaga hefur staðist. Ég þakka sérstaklega hv. fjárln. fyrir mjög gott starf sem og öðrum nefndum sem hafa stuðlað að því að við höfum getað haldið tímasetningu varðandi þetta atriði.

Ef við krefjumst þess að aðrir haldi aga í hinni opinberu stjórnsýslu er mjög mikilvægt að við höldum sjálf þær tímasetningar sem við höfum sett okkur. Ég endurtek þakkir mínar til hv. fjárln. þingsins.