Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 11:30:23 (2940)

1999-12-15 11:30:23# 125. lþ. 46.3 fundur 270. mál: #A Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga# frv. 113/1999, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[11:30]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. en vil láta þess getið að við endurbætur á Þjóðminjasafninu, sérstaklega geymsluhúsnæði þess, hefur verið sköpuð fullkomin aðstaða til viðgerða á munum safnsins. Í Þjóðarbókhlöðunni er komin aðstaða eins og hv. þm. gat um við endurbætur á þjóðskjalasafninu. Þar hefur verið unnið að því að koma upp mjög góðri aðstöðu til viðgerða á munum þess. Einnig er verið að innrétta húsnæði í Listasafni Íslands til að gera við og viðhalda munum þess.

Ég hef hins vegar spurt hvort nauðsynlegt sé að hafa slíkar stofnanir á vegum ríkisins á fjórum stöðum. Er nauðsynlegt að í öllum söfnum sé aðstaða til viðgerða og eftirlits með munum? Mér er sagt að svo sé því að þetta séu ólíkar aðferðir sem menn beita. Mér finnst hugmynd hv. þm. athyglisverð og huga þarf að þessum þætti ekki síður en öðrum og einnig hvernig þetta sé skipulagt. Við höfum á undanförnum árum verið að byggja slíka aðstöðu upp á fjórum stöðum í fjórum mikilvægum söfnum.