Ráðstöfun erfðafjárskatts

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 13:55:13 (2955)

1999-12-15 13:55:13# 125. lþ. 46.4 fundur 273. mál: #A ráðstöfun erfðafjárskatts# (greiðslur í ríkissjóð 2000) frv. 111/1999, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[13:55]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að við í Samfylkingunni og reyndar í stjórnarandstöðunni hefðum aldrei haft hugmyndaflug til að fara í aðra eins vitleysu og eyðslu og núv. hæstv. ríkisstjórn hefur gert á undanförnum árum því að það er langt til jafnað, ekki hægt að finna neitt sambærilegt við þá hegðun sem hefur verið viðhöfð af hæstv. ríkisstjórn á undanförnum árum.

Hæstv. ráðherra sagði að úrbætur hefðu orðið í málefnum fatlaðra í hans tíð og þar á meðal í búsetuúrræðum. Vissulega, en þegar tekjuauki ríkissjóðs hefur verið upp á fleiri tugi milljarða á þessum tíma, þakka skyldi ykkur, hæstv. ríkisstjórn, þó að ögn hefði fallið af borði ykkar til þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu.