Ráðstöfun erfðafjárskatts

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 13:58:57 (2958)

1999-12-15 13:58:57# 125. lþ. 46.4 fundur 273. mál: #A ráðstöfun erfðafjárskatts# (greiðslur í ríkissjóð 2000) frv. 111/1999, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[13:58]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Langmest af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs fatlaðra gengur til framkvæmda, þ.e. til byggingarmála. Þar á meðal er hluti, nokkur fjárhæð sem gengur til aðgengismála. Ég dreg verulega í efa frásagnir hv. þm. um skerðingarnar, ég held að hún fari ekki með nákvæmar tölur. En ég get upplýst eina tölu til viðbótar. Þegar ég kom í félmrn. var varið 192 millj. til fjárfestinga úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Á árinu 2000 verða þetta þó orðnar 235 millj. kr. þrátt fyrir allar skerðingarnar.