Ráðstöfun erfðafjárskatts

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 14:02:16 (2960)

1999-12-15 14:02:16# 125. lþ. 46.4 fundur 273. mál: #A ráðstöfun erfðafjárskatts# (greiðslur í ríkissjóð 2000) frv. 111/1999, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[14:02]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Peningar úr ríkissjóði eru alveg jafngóðir og þeir sem koma af innheimtum erfðafjárskatti. (JóhS: Ekki ef þeir eru ... ) Aukningin í málaflokkinn hefur verið miklu meiri en það sem erfðafjárskatturinn hefur gefið. (JóhS: Þetta er nú bara enn ein ... ) En það er ekki búið að gera leigusamninga um allt það húsnæði sem þarf til að koma þessum sambýlum upp. Eitthvað verður byggt og eitthvað verður tekið á leigu. Ég man hér og nú eftir leiguhúsnæði sem tekið var undir sambýli á þessu ári í Mosfellsbæ, svo ég nefni eitt dæmi.

Varðandi málefni langveikra barna þá þori ég ekki að fullyrða að tekið sé nægilega skýrt á því í frv. en mun að sjálfsögðu gæta að því. Ég tel að það eigi að fylgjast með málefnum þeirra. Að svo miklu leyti sem þau heyra félmrn. til þá þurfum við auðvitað að gæta að þeim.