Málefni fatlaðra

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 14:28:30 (2966)

1999-12-15 14:28:30# 125. lþ. 46.5 fundur 274. mál: #A málefni fatlaðra# (ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs 2000) frv. 116/1999, félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[14:28]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Svar mitt hefur sennilega verið of óskýrt áðan hvað varðar málefni langveikra barna. En í þeim drögum að frv. sem liggja fyrir í félmrn. --- ég undirstrika að það eru drög að frv., þetta er ekki orðið að lögum, en ég má þó eiginlega segja fullbúið frv. því að þar eru ekki eftir ágreiningsatriði óleyst sem neinu verulegu máli skipta --- er ekki gert ráð fyrir því að munur sé gerður á langveikum börnum og fötluðum, þ.e. sveitarfélögin hafa skyldur við langveiku börnin eða aðstandendur þeirra eins og um fatlaða væri að ræða.