Framleiðsluráð landbúnaðarins

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 14:55:19 (2977)

1999-12-15 14:55:19# 125. lþ. 46.20 fundur 205. mál: #A Framleiðsluráð landbúnaðarins# (breyting ýmissa laga) frv. 112/1999, ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[14:55]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég kem hér upp til að lýsa samþykki mínu varðandi frv. Ég skrifaði undir það með fyrirvara því að auðvitað eru þetta miklar breytingar og nokkur atriði sem þarf að skoða vandlega og fara gætilega með. Það er sjóður sem verður eiginlega hálfmunaðarlaus eftir að Framleiðsluráð landbúnaðarins er lagt niður. Það þarf að vera ljóst hvernig fara á með þennan sjóð og hver á hann. Bændasamtökin yfirtaka hann en ganga þarf vel frá því hvernig á að fara með sjóðinn til framtíðar.

Sá kostur er helstur við þessar breytingar að þarna er verið að einfalda hlutina, verið að gera landbúnaðarkerfi okkar ódýrara. Með þessu fyrirkomulagi fækkar starfsfólki. Það er nú alltaf miður þegar verið er að hagræða og koma hlutunum betur fyrir að það veldur sársauka þegar fækka þarf starfsfólki, ekki síst þegar fram kemur að starfsfólk gengur ekki að sömu launum í nýrri vinnu. Þetta eru þeir neikvæðu þættir sem fram koma en þeir jákvæðu eru miklu fleiri.

Bændasamtökum Íslands er að hluta til falið stjórnsýsluvald og eftirlit en þegar kemur að því að framkvæma refsi\-ákvæði eða sektarákvæði mun sú stjórnsýsla vera hjá landbrn. enda væri aldeilis óhæft að Bændasamtökin ættu að fylgja eftir refsiákvæðum.