Fjárlög 2000

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 17:43:46 (3004)

1999-12-15 17:43:46# 125. lþ. 46.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[17:43]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er a.m.k. gott að það liggur fyrir að vinnan er í gangi en henni er langt í frá lokið. Ég get ekki annað, af því ég veit að hæstv. ráðherra á ekki kost á að koma aftur upp í andsvörum, en óskað eftir því að þessar reglur komi líka fyrir þingnefndina sem vélar um þetta. Ég segi þetta vegna þess að í andsvörum sínum nefndi hæstv. ráðherra ekki að þetta mundi koma til skoðunar og umsagnar í fjárln. Ég vek hins vegar eftirtekt þingheims á að það er það sem hv. formaður fjárln. og aðrir talsmenn meiri hlutans í fjárln. hafa ítrekað lofað í þessum sal og hafa ekki gert nokkrar athugasemdir við það þegar við í minni hlutanum höfum sagt að við þurfum að fá að sjá þetta og skoða í fjárln. áður en þessu er hrint í framkvæmd.