Fjárlög 2000

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 21:14:48 (3024)

1999-12-15 21:14:48# 125. lþ. 46.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[21:14]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Mér hefur aldrei dottið í hug að ríkisbúskapurinn á Íslandi væri eitthvað séreinangrað fyrirbæri. En ég spyr þingmanninn: Hvað teldi hann að væri viðunandi afkoma fyrir ríkissjóð í ljósi þeirra aðstæðna sem hann hefur sjálfur rakið hér?

[21:15]

Hvað ætti ríkissjóður að vera með öfluga afkomu miðað við þessar aðstæður ef allir aðrir eru í þeirri stöðu sem hann lýsti? Einhvers staðar hlýtur punkturinn að vera. Einhvers staðar verða menn að draga mörkin. Einhvers staðar verða menn að afgreiða fjárlögin. Ég ítreka að ég hef ekki heyrt neinar tillögur eða séð neinar ábendingar um hvernig megi auka þennan afgang. Allir virðast vera býsna ánægðir með afganginn. Gagnrýnin er að verulegu leyti sú að hér sé of mikil eyðsla en ekki of lítil eins og venjulega er við umræður um fjárlögin. Ég spyr þingmanninn: Hvar vildi hann afgreiða fjárlögin sem við erum með í höndunum miðað við aðstæðurnar sem hann lýsti ef ekki á 16,7 milljörðum kr.?