Fjárlög 2000

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 21:18:26 (3027)

1999-12-15 21:18:26# 125. lþ. 46.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[21:18]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að hæstv. fjmrh. flutti alla sína ágætu ræðu, stundum ágætis kennslustund í hagfræði, án þess að minnast einu einasta orði á viðskiptajöfnuðinn og viðskiptahallann. (Gripið fram í.) Alla vega fannst mér það ekki dregið fram af þeim þunga sem það hefði verðskuldað. Viðskiptahallinn, herra forseti, er alvarlegt áhyggjuefni og dæmi um fjármálastjórn sem við hljótum að hafa áhyggjur af. Ekki bara það, herra forseti, heldur vaxa útflutningstekjur líka mun minna en við höfðum vænst og það í svokölluðu góðæri. Þannig tel ég að hæstv. fjmrh. hafi ekki dregið þessar alvarlegu staðreyndir fram af þeim þunga sem ástæða væri til.