Fjárlög 2000

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 21:20:15 (3029)

1999-12-15 21:20:15# 125. lþ. 46.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[21:20]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Það hefur margkomið fram í ræðum mínum að þessi greiðslustaða er dýrkeypt. Auðvitað er nauðsynlegt að reka ríkissjóð með góðum afgangi en það verður að vera á réttum forsendum, ekki á eyðsluforsendum. Þá ber að reyna að verja þeim fjármunum til aðgerða sem draga úr þenslu og styrkja bæði innviði þjóðfélagsins og atvinnuvegina til lengri tíma, t.d. með fjárfestingum í byggðamálum úti um land þar sem ekki er þensla. Þenslan er fólgin í því að fólk flytur hingað.

Á öðru atriði vil ég vekja athygli, herra forseti. Hann minntist ekki heldur á það að skuldastaða heimila hefur vaxið og er nú 144% af ráðstöfunartekjum þeirra.