Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:09:45 (3068)

1999-12-16 11:09:45# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:09]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs lögðum fram við 2. umr. tillögur um tekjuauka sem m.a. fólu í sér skattlagningu á þá sem mestar og hæstar hafa tekjurnar í þjóðfélaginu og fluttum síðan tillögur á móti um framlög og styrk til þeirra sem lakari kjör hafa og til sérgreindra verkefna. Sú tillaga náði ekki fram að ganga. Milli umræðna hafa komið fram miklar hækkanir á fjárlögum en engu að síður teljum við rétt að afla enn frekari tekna til að styrkja stöðu ríkissjóðs og gera honum kleift að taka á brýnum verkefnum, jöfnunaraðgerðum fyrir landsmenn alla.