Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:11:06 (3069)

1999-12-16 11:11:06# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:11]

Jóhann Ársælsson:

Herra forseti. Á þskj. 413 flytjum við þingmenn Samfylkingarinnar, Svanfríður Jónasdóttir, Jóhann Ársælsson, Sighvatur Björgvinsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Bryndís Hlöðversdóttir tillögu um kostnaðargreiðslur í sjávarútvegi. Þar kemur fram að með þeirri tillögu, ef hún verður samþykkt, fást tekjur sem svara til 750 millj. Tilgangurinn með þessari tillögu er að hverfa frá ríkisstyrkjum í sjávarútvegi. Upphæðirnar taka mið af skýrslu sem var unnin um samanburð á styrkjum í sjávarútvegi hér, í Noregi og í Kanada. Síðan leggjum við fram tillögur um að þessar tekjur renni til Hafrannsóknastofnunar, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Fiskistofu í samræmi við þann kostnað sem fellur til vegna vinnu fyrir útgerð á Íslandi. Það hafa öll stærstu stjórnmálaöflin í landinu lýst yfir stuðningi við þetta fyrirkomulag með ýmsum hætti á undanförnum árum og þess vegna teljum við fulla ástæðu til að flytja þessa tillögu.